miðvikudagur, apríl 25, 2007

Nú fer þetta að komast í smá rútínu...

enda mamman mikið fyrir svoleiðis. Svefntíminn er alltaf að færast framar á nóttinni og "hálf fjögur vökur" vonandi á undanhaldi. Fínt ef hún er að sofna um tólf-eitt, þá sefur hún kannski til að verða sex og drekkur og sofnar svo aftur til að verða níu. Þá eru allir nokkuð vel úthvíldir:) Síðan getur hún alveg sofið í vagninum í rúmlega 3 tíma á góðum degi og svo aftur smá lúr seinnipartinn...kvöldin eru síðan happdrætti;) Bara svona aðeins að skrá þetta hjá mér svo það gleymist ekki! Allir virðast gleyma öllu...ég vil ekki meina að ég geri það en sjáum til!

Við heimsóttum Láru vinkonu í gærkvöldi eða svona meira buðum okkur í mat. Þar leyndust auðvitað ýmis ráð enda bókin "Lára og börnin" komin í prent! Takk fyrir okkur Lára...

Í dag tókum við litla okkur hefðbundna kjaftagöngu með Sóley, þær klikka aldrei.

Seinnipartinn í dag fórum við fjölskyldan síðan í góða göngu niður í fiskbúð og keyptum okkur keilu. Nú fer loksins að róast hjá AFO og hann getur farið að taka göngur með okkur.

Skírnin á sunnudaginn og ömmurnar að baka í massavís...ég náði líka í kertið í gær þannig að nafnið er alveg niðurneglt, reyndar búið að vera þannig rosa lengi og verður fínt að geta farið að kalla hana eitthvað annað en "litlu" þó við stelumst alveg til þess að kalla hana nafninu fína þegar við erum heima:)

"Litla" fékk að lúlla í rúminu hans Bjarka Fannars og Dagur Björn var hress að vanda!
Nennti ekkert að æfa sig á þessum magapúða, betra að tjilla bara á honum...
Ótrúlega hress með "Mosa" mörgæs, ég kom með nafnið!
Í stíl við pabba sinn enda best að kúra á pabbabringu...
-Adios amigos-

Engin ummæli: