laugardagur, apríl 14, 2007

Í gær eignaðist litla prinsessan nýtt rúm, langafi hennar var svo góður að gefa henni það og hún er alveg ótrúlega þakklát. Hún ætlar nefnilega núna að hætta að vaka til hálf þrjú þrjú eins og pabbi hennar gerir og reyna að fara að sofa um miðnætti sem er miklu miklu betra! Samt á hún það til að vera alveg ótrúlega spræk kl. hálf sjö á morgnana en þá tekur hún sig líka til að sefur kannski allan daginn. Já hún er hress þessi stelpa eins og sjá má af myndunum að neðan:)
Klukkan rúmlega sjö, hressleikinn uppmálaður!

Heimsótti "bekkinn sinn" og var ekkert að kippa sér upp við það!
"Þrullaði" yfir ömmu sína í þakklætisskyni fyrir allar gjafirnar frá Ameríkunni...
Ótrúlega glöð í nýja rúminu enda orðin alltof stór í litla vöggu!
Í kvöld ætlum við foreldrarnir að skella okkur út að borða og amma Rut og afi Ottó ætla að passa. Það finnst þeim nú ekki leiðinlegt.
Undanfarna daga hefur heimilið verið endurskipulagt með tilliti til þess að ég bý með barni og bókaormi, þau tvö eru í þann mund búin að leggja undir sig svefnherbergið með bókum og barnadóti og ég "neyddist" til að taka aðeins til í fataskápnum og gefa til Rauða krossins fullan svartan ruslapoka af fötum! Allt föt sem hafa ekki verið snert í ár eða meira og þjóna akkúrat engum tilgangi. Mikið er nú fínt að vera búin að þessu!
-Góða helgi-

Engin ummæli: