fimmtudagur, apríl 05, 2007

Litla snót verður mánaðargömul á morgun...tíminn flýgur áfram!

Hún fær síðan loksins nafn þann 29. apríl. Skilst að ýmsir séu ansi spenntir:) Hún hefur aðeins látið finna fyrir sér enda ekki hægt að láta foreldrana fara í gegnum þetta án þess að kynnast smá magaveseni og prufa að vaka til sex á nóttunni:) Við deyjum þó ekki ráðalaus og fjölskylda skellti sér í hnykk hjá Ingó í vikunni og það virtist virka ágætlega. Annars erum við bara í góðum gír og AFO kominn í skrifgírinn og dritar niður BA ritgerð. Ég er síðan auðvitað á þönum allan daginn með litlu milli þess sem ég tek á móti gestum, set í þvottavél, hengi upp þvott, elda mat, skúra gólf, þurrka af og allt það...er bara held ég nokkuð góð í þessu húsmóðurstarfi;)

Pizzapartý hjá afa wonder
Fimm ættliðir í hreinan kvenlegg. Geri aðrir betur!
Líður vel hjá langalangaömmu Ágústu
Pabbinn setti hana í þessa stöðu til að hún myndi ná að kúka pínu og prumpa. Kom eitt hátt og snjallt karlmannsfret!
Sætasta dósin í peysunni frá Auði Öglu. Sem er notuð óspart þessa dagana:)

Engin ummæli: