þriðjudagur, apríl 10, 2007

Páskalok...

Páskarnir eru búnir að vera yndislegir í alla staði. Ólíkir öllum öðrum sem á undan hafa komið og þá helst hvað varðar súkkulaðiát og svefn. Maður sleppir nefnilega egginu þetta árið svona til að vera ekki að bera súkkulaði í barnið, held það fitni nóg! Plús auðvitað að maður vill ekki vera að koma af stað einhverju mallaproblemi. Síðan er ekki alveg sama heild á svefninum eins og fyrri páska, meira svona í góóóðum skorpum;) En á móti kemur yndislega falleg og góð lítið stelpa sem á hug manns allan. Maður hlær að minnsta prumpi hjá henni, hrekkur við við minnstu breytingu á öndun, finnur til með pílum í mallanum og já leggur gjörsamlega allt í þetta litla skinn sem manni finnst svo óendanlega vænt um...

Áðan var hún í pössun hjá ömmu Ágústu og afa Heiðari og auðvitað frænkum sínum tveimur í 3 klukkutíma á meðan við foreldrarnir brugðum okkur af bæ. Hún var auðvitað eins og ljós allan tímann:) Maður treystir nefnilega mömmu sinni fyrir öllu og stundum eiginlega bara betur en manni sjálfum!

Fór að fletta í gegnum bloggið mitt og rifja upp hvað ég var að gera um páskana í fyrra: Apríl 2006. Sé þar að málshátturinn það árið var Fáir þykjast armir í ölteiti, í ár er það Barn gefur barns svör! Páskakanínan hefur greinilega verið með þetta allt á hreinu;)

Andri situr sveittur við skrif og gengur vel og ég mun síðan aðstoða við yfirlesturinn. Þetta hefst allt á lokasprettinum og miðað við gengi helgarinnar mun hann skokka í mark með þetta!

Á miðvikudaginn kemur síðan hin amman, amma bleika frá Flórída. Við erum orðin nokkuð spennt að sjá 12 kg sem hún sagðist vera búin að versla á litla blómið...

Í næstu viku tekur við skipulagning á skírn og það er ekkert smá skipulag þegar barn á endalaust af langalangaömmum, langömmum, langöfum, ömmum og öfum og svo auðvitað heilan helling af góðum frænkum og frændum svo ekki sé talað um alla vinina;) Við vorum búin að leigja Perluna en ákváðum síðan bara að hafa þetta í Geislanum...haha djók!

En núna er litla mín steinsofandi á þeim tíma sem hún er alltaf vakandi á þannig að eitthvað er hún að rústa skipulagi móður sinnar og því ætti ég að fara að halla mér með henni...

Ciao a Tutti!

Engin ummæli: