föstudagur, apríl 06, 2007

  • Mánaðargömul litla dudda!
  • Hélt upp á daginn með því að fara í hressandi göngu með mommsunni og Hörpu, stoppað í pylsuvagninum og ísbúðinni! Ótrúlega svöng mamma þar á ferð:) Í kvöld er X-factor partý á Grunninum og kjúlli. Agalega fínt að fara svona í mat út um allan bæ! Í gærkvöldi náðum við að elda góðan mat og horfa á heila spólu, eitthvað sem er búið að vera á döfinni ansi lengi. Myndin sem varð fyrir valinu var auðvitað Children of Men (af því að Zizek fannst hún svo góð en reyndar okkur líka)
  • Nýjustu fregnir frá ömmunni á Flórída eru að allar líkur eru á því að þau þurfi að panta gám til að komast með varninginn til landsins og ein kommóða dugar skammt undir fatabunkann sem unga daman á. Og þau fundu sling til að hengja barnið framan á mömmuna og það kostaði bara 30 dollara, hérna kostar það svona ca. 500.000 kr. Svona er verðmunurinn mikill!
Litla blómið
Brosti meira að segja smá til pabba síns!
Þetta er nýjasta snuddutegundin en hún lætur ekkert stjórna sér með þessar duddur, hún ræður hvenær hún vill taka þær og hún ræður hvaða tegund á að nota hverju sinni. Enginn skilur hvaðan þessi ákveðni kemur en sterkar líkur eru á að þetta sé allt komið frá Andra;)
Svaf í tæpa 3 tíma í vagninum en vildi auðvitað helst vera á ferð!

Engin ummæli: