miðvikudagur, apríl 09, 2008

Í dag er síðasti dagurinn í svokallaðri púslpössun...

Ég er heima núna því ég er í gati, Andri mætti seinna í morgun, Ragna kemur um eitt (Lára var líka alveg til í að koma), mamma kemur upp úr þrjú...öll púsluspilin passa saman og þetta gengur upp. Takk takk allir reddarar:) Ótrúlegt hvað barnið tekur þessu vel enda á heimavelli, það skiptir náttúrulega alveg höfuðmáli.

Amma Flóró ásamt eiginmanninum lenti í morgun og við ætlum að kíkja í Geislann seinnipartinn í dag. Ég veit að þar leynast ýmsar gjafir fyrir Áru litlu en ef ég þekki ömmuna rétt hefur hún ekkert slakað á í búðunum:) Við hlökkum mjög mikið til að sjá þau enda þrjár vikur alveg rosa langur tími.

Plön mín varðandi leikskólann gengu ekki upp, maður þarf að vinna lengur en tvo mánuði til að barnið komist inn - því miður. Ekki það að við erum komin með dagmömmu fyrir haustið en það er bara svo skrambi dýrt miðað við leikskólann, getur munað hátt í 30.000 kr. á mánuði og það er alveg slatti á krepputímum sem þessum.

Núna sefur barnið og ég ætla að slappa af áður en ég fer að leggja fyrir eitt stykki próf klukkan eittt.

ps. Ekki vera pirruð þó að myndirnar séu ekki í réttir röð á síðunni hennar áru og enginn texti undir - enn er einhver uppfærsla í gangi en ég lofa að halda áfram að dæla inn myndum af blómarósinni og foreldrum hennar:)

Engin ummæli: