fimmtudagur, apríl 10, 2008


Ég var að koma af árshátíð hjá 7. bekk...


þar dansaði ég við final countdown, hey hey hey we say ho ho ho og fleiri góða smelli. Venjulega finnst mér ég svona frekar töff á dansgólfinu en þegar ég dansa með 13 ára þá er ég ekkert voðalega töff, meira svona eins og gömul kelling enda eiga kennarar ekkert að vera töff þegar þeir dansa...



síðan er ég að fara með þeim í skólabúðir í næstu viku. Mun dvelja í 5 daga í Hrútafirði með hátt í hundrað 13 ára börnum. Klónin mín tvö hljóta að spjara sig án mín í nokkra daga:)



Í skólabúðunum er ekki leyfilegt að vera með sælgæti eða síma. Það mun reynast nammi- og símakynslóðinni afar erfitt því þau "þurfa" jú að hringja svo mikið! Við erum líka búin að segja þeim aðeins frá nammihundunum sem verða á staðnum og munu þefa upp sælgætið, nokkrir spurðu hvort að lögreglan yrði líka - litlu skinnin;)


Best að koma sér í bæli - held að AFO sé veikur, hann er kominn upp í rúm og var sofnaður á sófanum þegar ég kom heim!


Set eina hérna með af okkur Sóley á balli í Laugalæk - þarna vorum við sko alveg að meika það;)

Engin ummæli: