miðvikudagur, apríl 23, 2008


Oh hvað ég elska þessi fimmtudagsfrí...


...smá fúlt samt að splæsa 1. maí og uppstigningardegi saman en það sleppur svo sem. Þessi frí færa mann ótrúlega nálægt sumrinu góða.


Loksins er 123.is að komast í lag og núna ættu allar myndir að vera í réttri röð fyrir þá skipulögðu. Tjékkið hér


Við fjölskyldan ætlum að eiga rólega helgi saman enda búið að vera hálfgert útstáelsi á okkur alveg síðan í flutningunum, mikið af afmælum og allskyns boðum. Reyndar ætlum við að gera okkur ferð á Skoppu og Skrítlu á sunnudaginn og það verður án efa mjög vinsælt hér a bæ.


Hvernig er það annars með ykkur hönnunar - og smíðakennara sem lesið þessa síðu, langar ykkur ekki að koma og kenna í frábærum skóla???


Gleðilegt sumar allir saman:)

Engin ummæli: