þriðjudagur, apríl 15, 2008

Hér er ég stödd í Hrútafirðinum....

tannburstalaus!
Hvað gera bændur þá? Jú gott að hafa litlu systur með og hef ég notið góðs af hennar tannbursta hingað til. Ég veit ekki hversu ánægð hún er með það...

Ég sakna klónanna gífurlega en skemmti mér bara nokkuð vel enda vandfundinn skemmtilegri félagsskapur en 12-13 ára "gelgjuspólandi börn"

Í morgun synti ég 30 ferðir í 25 metra lauginni, skellti mér svo í pott og gufu. Enginn Laugardalslaug en sleppur alveg hreint vel.

Síðan hef ég komist að því hvað ég elska góðan mat og öll sætindi. Finnst afar óheppilegt að vita aldrei hvað er í matinn og geta aldrei fengið mér eitthvað sætt á kvöldin en ég hef gott af þessu!

Bið að heilsa eftir Inga T.

Engin ummæli: