Nú liggur nýr kjarasamningur kennara fyrir...
...samkvæmt honum munu grunnlaun mín verða 279.271 kr þann 1. janúar 2009, svo framarlega að ég haldi áfram að vera umsjónarkennari og fjöldi nemenda í mínum bekk verði áfram yfir tuttugu.
Þessi hækkun nemur rúmum 55.000 kr sem telst bara ágætt á tímum sem þessum. Samningurinn mun svo gilda í eitt ár og þá verður samið aftur og þá verður vonandi enn meiri hækkun því þessi samningur er í raun að stórum hluta gerður til að jafna laun okkar við sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.
Með smá yfirvinnu ætti maður því að komast yfir 300.000 kallinn...
Maður sleppur þá kannski bara við að vinna eins mikið og maður áætlaði í "sumarfríinu"
En það eru góðar fréttir að mál kennara séu loks í farvegi og vonandi munu þessi rúmu 130 stöðugildi sem eru auglýst í Reykjavík fyllast fyrir næsta vetur:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli