sunnudagur, apríl 27, 2008

Leikhúsdaman...

Komin í sparigallann, gullskóna og á leið í leikhús að sjá Skoppu og Skrítlu:)

Og ekki skemmdi fyrir að fá að sitja í fanginu á sjálfri Skoppu! (dáldið heitt í salnum þannig maður var rjóður í kinnum)

Áran okkar stóð sig eins og hetja í fyrstu leikhúsferðinni og sat stillt og prúð í 40 mínútur og klappaði og dansaði með. Ótrúlega skemmtileg ferð og ekki síður fyrir foreldrana, ömmuna, langömmuna, frænkuna og frændann sem fóru með!

Engin ummæli: