laugardagur, apríl 26, 2008


Ég var að glugga í gamlar bloggfærslur...

síðan 2004! Tölum bara ekki um hvað tíminn líður hratt...

Þar rakst ég á eftirminnilegt ljóð í kommentakerfinu í tengslum við heitar umræður um Laugarnesið og Breiðholtið:


Á Breiðholtshæð er allt býsna hrátt
búa þar margir sem hugsa smátt
og þar eru allir þunglyndir og dán
því þetta er eitt mesta skítatán.

Í Breiðholti búa bara barbarar
en sem betur fer eru þeir ekki alls staðar
því þeir berjast með skóflum og bíta mann úr næstu klíku
ég bið þig Drottinn að geyma mig frá slíku.

Hvergi er hæð án dals.....

-AFO-


Það skemmtilega er að í dag, fjórum árum síðar eru tveir af þessum ofurbreiðhyltingum búnir að festa kaup á íbúð hér í Laugardalnum - segir það ekki allt sem segja þarf!

Ég setti inn nýjar myndir áðan, enn allt í smá rugli þarna á 123 og núna þurfið þið að velja 4 til að komast á nýjustu albúmin - ú fatt it.

Bendi siðan á nokkrar góðar hérna fyrir neðan síðan á miðvikudaginn. Þarf að ritskoða nokkrar áður en þær fá að fljóta inn á vefinn;)

Engin ummæli: