þriðjudagur, apríl 29, 2008

Við fórum í afmælisdinner hjá henni yndislegu móður minni sem varð 46 ára í dag og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 27!

Ég er búin að vera ótrúlega dúgleg að dúndra inn myndum undanfarið og skrifaði meira að segja við þær allar rétt í þessu enda kerfi 123 alltaf að lagast aftur með degi hverjum.

Þegar minnist á það hvað móðir mín er ungleg dettur mér í hug skemmtilegt atvik sem átti sér stað hérna í stigaganginum fyrir stuttu:

Kona á 1. hæð: Linda hvað gerir maðurinn þinn?
L: Hann vinnur í Grandaskóla
Konan: Nú ok en hann er múrari er það ekki?
L: (Hló í huganum þegar ég ímyndaði mér AFO í múraragallanum) uh, nei þú hlýtur að vera að tala um tengdapabba minn!

Já svona eru þetta nú mikil unglömb þessir foreldrar okkar.

Annars vorum við að fá okkur bonsai tré í tengslum við áhuga AFO á Zen og Japan. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að halda lífi í mikið fleirum en sjálfri mér og jú Áru litlu þannig að það verður spennandi að sjá hvernig litla 5 ára tréð okkar dafnar hérna á Laugarnesveginum en við sáum einmitt eitt 40 ára inni í Blómaval - einmitt 40 ára!

overandout - föstudagur á morgun og útborgun:)

Engin ummæli: