miðvikudagur, desember 08, 2004

Prófalestur.....

Verður maður ekki aðeins að taka prófalesturinn fyrir þar sem öll blogg fjalla í augnablikinu um hann. Ég er sem sagt að fara í próf á morgun, mitt eina á önninni, svona til að ítreka það. Er samt búin að skila 3 ritgerðum, reyndar stuttum og laggóðum og gera yfir 30 stærðfræðiverkfni. Það er ekkert eins og maður sé bara í tjillinu hérna sko:)

Ég hins vegar er alls ekki í fílingnum fyrir prófalesturinn. Rétti andinn er ekki yfir mér nema ég sitji inni í svartholinu (Skúta) í Kennó eða inni í stofu í spassakasti með Möggu og öðrum félögum mínum sem taka næturlesturinn á þetta út í Kennó. Ég sakna þess líka að taka spekingaspjall, þau hafa nú verið ófá með útkrotaða töfluna af spekingaupplýsingum. Spekingaspjöll eru undursamleg þegar kemur að prófalestri, aldrei lærir maður meira en akkúrat þegar eitt slíkt á sér stað.

Ég man líka eftir prófalestrinum þegar ég var í sjúkraþjálfuninni og var ákveðin í að hætta en ákvað samt á þrjóskunni að taka prófin (veit ekki alveg af hverju). En þá fórum við Andri á hverjum morgni og keyptum okkur heilsuklatta, kókóskúlu og kók hjá Jóa Fel, fórum á Grunninn (bjuggum á Hjallaveginum þá) og slöfruðum þessu í okkur. Héldum svo niður í kjallarherbergið á vit lestursins en ákváðum alltaf að leggjast niður í svona hálftíma áður en við byrjuðum. Þetta var alltaf undursamleg lagning og við sögðum alltaf við okkur hugsaðu þér þegar við verðum búin í prófum og getum lagst niður án þess að fá samviksu yfir því síðan stóðum við upp og sungum saman það eru jól gengin í garð eins og villtur hundur rífur öll leiðindi sundur. Og þetta kom manni svo sannarlega í gírinn. Þetta eru glansmyndir fortíðarinnar.

Ég hef lokið mér af með umræðu um prófalestur
Gangi ykkur vel

Belinda Postman

Engin ummæli: