miðvikudagur, desember 01, 2004

...einhverja hluta vegna lagði einhver tæp 60000 inn á reikninginn minn í dag, skýring:LAUN. Þar sem ég hef ekki unnið síðustu þrjá mánuði (svona í fyrsta skipti á ævinni) þá veit ég ekki hvaðan þetta kemur, ég segi því bara TAKK OG KNÚS og býð mig sjálfa velkomna inn í allar H&M búðirnar í Berlín. Allar vinnurnar mínar kannski svona vanar að borga mér laun að þær geta ekki hætt, spurning sko! Það má ekkert taka svona aftur út af reikningum ef það er búið að leggja ha er það nokkuð?

MILLJÓNERINN

Engin ummæli: