fimmtudagur, desember 09, 2004

Byrjaði í prófum í dag......búin í dag!

Rúllaði prófinu upp, kennarinn spurði spurninga á ítölsku, túlkurinn þýddi yfir á ensku og ég blaðraði og blaðraði. Pís of keik fyrir mitt leyti:) Þá á ég bara eftir að mæta í einn tölvutíma í fyrramálið og einn stærðfræði á mánudaginn and the school is over en ég tók nú lítið sem ekkert eftir því að hann hefði byrjað. Hlakka til að takast á við 19 eininga tryllinginn eftir jól.

Munaði litlu að annað þvottavélaslys hefði átt sér stað í dag en Martina setti vélina af stað án þess að setja frárennslið ofan í baðið en það er eina sem blívar. Vatn spíttist út um allt baðgólf en heppnin var með okkur því ég og Lísa vorum heima og skófluðum þessu upp.

Núna eru bara 8 langir dagar þangað til að ég kem heim en ég var svo spennt í gærkvöldi að ég varð andvaka og rauk á lappir og eldaði mér pítsu ásamt Krunku sem var líka andvaka, síðan mátaði ég öll nýju fötin mín og fann út hvað hentaði best í jólaboðin, horfði á satc og tók ofvirknistrylling, endaði samt að lokum á því að sofna en ég er hins vegar að lognast út af núna sökum þessa og meikaði ekki gymmið.

En 8 dagar eru nú alls ekki mikið þar sem þeir voru nú einu sinni 108!

Er svo löt að ég nennti ekki að finna til mat og tók fröken kornflex á þetta og fékk mér special K með súkkumlaði.

Var að byrja að lesa Hann var kallaður þetta, spólaði alveg í gegnum 72 bls áðan en þetta eru svakalegar lýsingar. Ég gerði samt þau mistök að byrja á síðustu bókinni þannig að ég veit hvernig þetta endar. Er líka með bók 2 en hún verður örugglega lesin um helgina en þá verð ég ein hérna í casa de mongo því allar stelpurnar eru að fara til Rómar.

Segið mér nú eitthvað af ykkur, fíla ekki að kommentadálkarnir hjá Skallanum sé í trylling en mínir í lægð:(

Belinda

Engin ummæli: