Ferð til Berlínarborgar
Þegar ég settist upp í lestina til Milanó leið mér alveg ótrúlega vel, þvílíkt spennt að vera á leið til Berlínar. Byrjaði að lesa í bók eftir Neil Postman bókinni sem ég er að fara í próf úr í næstu viku, þar vakti sérstaklega athygli mína kafli um Þýskaland þar sem ég var nú á leiðinni þangað. Í makindum mínum við bókalestruinn fæ ég sent sms frá Krunku um það sé komið Bréf til Lindu, bréf frá Andra sem ég er búin að vera að bíða eftir. Þegar ég er á fullu að senda sms eins og mér einni er lagið kemur inn maður um fimmtugt og spyr hvort það sé laust í klefanum , ég sat ein í klefanum og var að njóta þess í botn og vissi að margir aðrir voru lausir þannig að ég hugsaði af hverju í andsk.... þurfti hann að velja minn klefa. Hann byrjaði síðan að sjálfsögðu að tala eitthvað á ítölsku og ég þóttist vera niðursokkinn í bókina og búin að stilla mig inn á þýskuna, ég var samt það kurteis að ég bauð pistasíur sem ég var að maula. Eftir smá tíma fór ég að taka eftir því að það var eitthvað bogið við þennan mann, settist beint á móti mér og það sem hann var að gera var viðbjóður, fer ekki út í nánari lýsingar. Ég þóttist að sjálfsögðu ekki taka eftir honum og aktaði kúl eins og mamma var búin að kenna mér innst inni undirbjó ég öskur og kickbox spörk ef hann myndi gera eitthvað við mig. Að lokum gafst ég þó upp og fór fram á gang og stóð þar síðustu 10 mínúturnar til Mílanó. Ég er búin að fá mig fullsadda af þessum helv... ítölsku fabíóum.
Í Mílanó borgaði ég síðan 70 cent fyrir að pissa og tel mig því hafa verið rænda. Þar fann ég lestina til Bergamo og fann mér sæti þar sem engin gat sest á móti mér, tók upp nestið mitt og gæddi mér á salati, sko að spara mig fyrir Búrger King eins og maður segir á þýskunni. Þarna komst ég síðan í kynni við bóbó mömmu og bóbóbarnið Abu, ég og Abu urðum strax mestu mátar þar sem ég dældi í hann pistasíum og leyfði honum að þvo sér um hendur á blautþurrkunni minni, teikna mynd í stílabókina mína og klóra mig því ég ætlaði að taka pennann minn aftur. Abu er 2 ára og 3 mán og var svo duglegur að geta sagt Linda, benti á mig og sagði Linda! og ég benti á hann og sagði Abu! Þetta bræddi mitt litla hjarta. Abu sofnaði síðan með bros á vör í fanginu á bóbómömmunni sem reyndi að selja mér eitthvað drasl en ég þakkaði pent. Leiðin til Bergamo var því mun betri en til Mílanó. Bóbómamman stökk svo út með Abú á bakinu og varninginn í körfu á höfðinu. Ég komst síðan heil á húfi til Bergamo og veit ekki hvaða engill var með mér, örugglega Svava amma, ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég kæmist á flugvöllinn. Haldiði að ég hitti ekki bara fólk í alveg sömu sporum og ég sem var líka að fara á flugvöllinn og líka til Berlínar og talaði ítölsku, ég hengdi mig því á þau og losaði mig ekki fyrr en ég var búin að tjékka mig inn.
Þegar ég kom inn í flugvélina fékk ég hláturskast, allt í einu allt á þýsku, blöðin, starfsfólkið, útvarpið og það var verið að spila last christmas og white christmas, hversu jólalegt er það og svo tók Magga á móti mér og fór með mig á jólamarkað sem var æði og Berlín er æði æði æði, ich liebe Berlin.
Magga er síðan búin að vera að stjana við mig, búa til samlokur, færa mér popp, vatn og vínber, ja das Leben ist wunderschön!
Schöne Wochenende und viel spass (i)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli