mánudagur, desember 06, 2004

Það er svooo kalt í Berlín.........

Kemst ekki út nema vera í flísaranum, dúnaranum, gammó, vettlingum, húfu og með trebba. Es ist scheisse kalt! Liðamótin mín eru ekki að þola þetta og ég er með verki út um allt, sem segir mér það að ég er búin að vera of lengi í hitanum og kominn sé tími á heimkomu sem er reyndar bara eftir 11 daga. Wunderbar!

Tók túristahringinn í dag og sá helstu byggingar og staðarhætti, þvílíka sagan hérna, þetta er mér alveg ofviða. Liggur við að ég dragi fram gömlu sögubækurnar frá honum Ragga og lesi söguna aftur.

Fórum á Bridget Jones 2 áðan og djö... var hún fyndið, pissaði næstum í mig af hlátri. Gef henni alveg 9 stjörnur af 10 mögulegum. Hún er jafnvel betri en sú fyrri.

Tvíræðni dagsins

Hvítur maður og svartur maður standa fyrir framan hvorn annan:

hvítur maður: Ich sehe schwarz!
svartur maður: Ich weiss!

Tvíræðni í þessu, hver áttar sig á henni, fáránlega skemmtileg þessi þýska.

Á morgun mun ég svo halda aftur á vit fabíóanna í Genova en fyrst ætla ég að taka einn góðan rúnt í H&M og sjoppa nærföt og kannski einhverjar jólagjafir fyrir sjálfa mig enda búin með allar hinar, Magga mun standa vörðinn um að ég bæti ekki við gjafirnar enda þolir yfirvigtin það ekki.

Tjuss
Linda


Engin ummæli: