Eftir allt eru Ítalir bara hið indælasta fólk...
......fyrir utan nokkra fabíóa!
Nei ég komst að því í dag að Ítalir eru afar hjartahlýjar manneskjur. Eftir tölvutímann minn skellti ég mér á Café Dóm eða Hjá Dóra eins og við kjósum að kalla það, varð að dúndra í mig einum expresso eftir aðeins 3 tíma svefn, svona ef ég ætlaði að meika ræktina. Dóri var sprækur að vanda og er ávallt duglegur að kenna mér ítölskuna og blaðrar í gríð og erg og spyr og spyr og auðvitað komu spurningar um heimför mína og ég sagði honum það væri nú bara prossimo venerdi og svo bara basta Italia. Ha! Kemurðu ekkert aftur, nei nei, kannski í heimsókn eða eitthvað því la mia amica verður hérna áfram. Heyriði, Dóri bara góður á því og ætlar að halda la festa fyrir mig og Krunku á mánudagskvöldið. Bara mæting og Café Dóm klukkan 21:00 og festa. Dýrka Dóra:)
Ekki nóg með það heldur smellti ég mér í ræktina og hitti þar Simonu sem er með alla tímana sem ég fer í. Hún fer svona að tjatta eins og allir Ítalir og spyr hvort að sé ekki bara allt í góðu og svona. Jú, jú segi ég og segi henni að svo sé ég bara að fara heim í næstu viku. Ha! já um jólin, nei nei forever. Og viti menn Simona vill efna til veislu, ég og gymmfélagarnir saman eitthvað á næsta miðvikudagskvöld. Maður er því orðin ansi fullbókaður í næstu viku! Gaman að því.
Fór síðan í rassa- og læratímann, pump og endaði á að taka 30 mín teygjur. Hélt það myndi líða yfir mig eftir þetta sökum hungurs og ofþreytu. Náði samt að smella mér í Standa og versla í matinn, náði í myndirnar okkar Möggu í framköllun, fór og græjaði jólagjöfina, hitti dreddagaurinn aftur 2svar, hann stakk upp á barferð, ég þakkaði aftur pent og sagðist vera fullbókuð þar til ég væri heim. Þið megið ekki líta svo á að það séu allir á eftir manni hérna, engan veginn. Þetta er bara eitthvað með þetta ljósa hár, skiptir akkúrat engu máli hvernig þú ert útlítandi, bara ljósa hárið gerir gæfumuninn:)
Síðan sendi ég eitthvað meil í morgun til allra á Alþingi til að mótmæla hækkun skráningargjalda í háskólum, eitthvað sem ég fékk frá stúdentaráði og átti að senda ef ég vildi og setja nafnið mitt undir. Haldiði að maður sé ekki bara búin að fá svör frá Merði Árna (eitthvað hressandi við hann Mörð, skemmtilega smámæltur og svo er hann hálfbróðir hennar Emblu sem er hálfsystir hennar Álfrúnar vinkonu minnar), Sigurjóni Þórðarsyni, Ágústi Ólafi, Helga Hjörvari, Ögmundi Jónassyni og Margréti Sverrisdóttur. Sumir gerðust jafnvel svo kræfir að senda mér eitthvað dótarí í viðhengi til að lesa og buðu mér að skrá mig á einhvern póstlista til að fylgjast með. Ég hef nú aldrei verið neitt agalega pólitískt virk en veit þó fyrir víst hvaða flokk ég kýs ekki, enda fékk ég ekki póst frá neinum í honum;) Mér fannst samt helvíti hressandi brandari (ef þetta var brandari) sem Helgi Hjörvar tók í lokinn í sínu meili: Góða helgi, Helgi. Þetta er einmitt svona húmor sem ég fíla og ég veit ekki oft hversu oft ég er búin að taka þetta á góðvin minn hann Helga:)
Málið er samt, hvað er ég búin að koma mér í? Jæja, gott fólk sem er með mér í Kennó, senduð þið ekki örugglega þetta bréf líka? Er þetta eitthvað sem maður á að fara að blanda sér í?
Vá hvað ég er með mikla munnræpu en það er ekkert skrýtið, hér er engin heima til að tala við nema skottuvinir mínir og það var einmitt ein dauð á gólfinu þegar ég kom heim. Hvað er málið með mig og þessar silfurskottur?
Eitt enn í lokin, mamma var að senda mér Kveðja frá mömmu meilið sem hún sendir alltaf annað slagið og hún var að segja mér að Svava litla systir mín er alltaf að segja henni frá einhverjum góðum draumum sem henni er að dreyma um mig og svo sagði hún upp úr þurru um daginn: oh ég elska hana Lindu svo mikið. Ég er ekki frá því að eitt tár hafi fallið þegar ég las þetta. Vá hvað ég hlakka mikið til að hitta systur mínar Hörpu og Svövu sem eru á efa bestu systur í öllum heiminum:)
Nú eru vinkonur mínar, Carrie, Sam, Charlotte og Miranda hins vegar komnar í heimsókn og ég þarf að sinna þeim 18 þætti í kvöld ásamt því að fara í langt gott bað með nýju baðbombunum mínum, ætla láta mig hafa þetta þrátt fyrir skottur, hef samt örugglega bara fulla lýsingu. Ég ætla líka aðeins að prófa að pakka því mér finnst svo gaman að skipuleggja og nú getur engin verið að setja út á það því ég er ein í heiminum.
Hafið það gott um helgina og góða helgi Helgi minn:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli