Til hamingju með fullveldisdaginn kæru Íslendingar..........
Ekki margt markvert búið að gerast hjá mér undanfarna daga. Vorum reyndar með smá stelpukvöld í gærkvöldi og horfðum á ýmsar vídó (nýtt orð fyrir video) upptökur sem Sara hefur verið að taka upp undanfarna 3 mánuði, ótrúlegt að ég sé bara skyndilega búin að vera hérna í 3 mánuði. Í kvöld er síðan eitthvað voða húllum hæ hérna á Via Garibaldi, dj, hljómsveitir og ég veit ekki hvað og hvað, við ætlum að skella okkur þangað en samt ekki of lengi því ég er að fara til Berlínar í fyrramálið og eins gott að vera vel vakandi því það er stíft prógram í lestar- og flugferðum allan daginn:
11:19 Tek lest frá Genova P.P til Mílanó
12:50 Ætti að vera komin til Mílanó
13:20 Lest frá Mílanó til Bergamo
14:20 Ætti að vera komin til Bergamo
15:50 Þarf að vera komin í síðasta lagi út á flugvöll þannig að ég hef einn og hálfan tíma til að koma mér frá lestarstöðinni, ætti að bjargast
16:50 Farið í loftið frá Bergamo
18:25 Lent á Tegel flugvelli í Berlín þar sem Margthrude tekur á móti mér og þar hefst tryllingsprógram fram á mánudag.
Hef heyrt að Margthrude sé með stanslausa dagsskrá: Jólamarkaðir, H og M, matarboð, cookies, Saxenhausen , bíóferð, litlu jólin, erasmus partý og fleira og fleira og fleira. Gaman að taka prófatörnina þarna svona til tilbreytingar. Annars er ósköp lítið eftir af skólanum hjá mér, er að verða búin að fá undirskriftir frá öllum kennurunum upp á að ég hafi setið kúrsana þeirra þannig að ég á eftir að mæta svona 5 daga í skólann.
Síðan verður bara haldið heim eftir 16 daga og er formleg niðurtalning hafin. Ég er líka örugglega búin að skipuleggja ferðatöskurnar mínar svona 100 sinnum því ég hata ekki að skipuleggja hlutina (keypti mér nýja dagbók fyrir 2005 í dag og svona um að gera að vera snemma í því, sendi líka pakka heim á mánudaginn með 4 kg því ég þarf aldeilis að blikka einhvern í tjékkinu til að koma öllu draslinu heim!
Gangi ykkur vel í lestrinum lömbin mín og ykkur hinum í jólastússinu heima:)
Ykkar einlæg Belinda
Engin ummæli:
Skrifa ummæli