föstudagur, maí 13, 2005

Friday the 13th...

og enn ekkert hræðilegt gerst fyrir utan það að ég datt í HARIBO nammibarinn í 10/11 og stútfyllti pokann af eggjum, skjaldbökum, apaskít, saltpillum, kúlusúkk, bananabitum og smá lakkrís...hva, maður er nú bara í prófum tvisvar á ári. Ekki það að ég finn mér tilefni til nammiáts whenever.

Orðhlutafræði fyrir daginn í dag er lokið og var ég að koma úr einu stykki aukatíma þar sem ég komst að því að þetta er í góðum gír hjá mér. Ég og Selma vorum líka að fá einkunn úr verkefni sem gildir 20% af lokaeinkunn og við skelltum okkur á 9, 3 ég endurtek níu komma þrír...takk fyrir, hversu góður getur maður orðið í orðhlutafræði, nei ég er búin að spyrja mig oft að því í dag.

Í kvöld verður líklegast biografen fyrir valinu, það er eitthvað svo einföld lausn svona í prófum. Myndin verður Der Untergang þrátt fyrir ítrekaðar spurningar herbergisfélaga míns um það hvort ég sé viss um að ég hafi gaman að þessu því hún er jú 3 og hálfur tími. Hann er líka búinn að minna mig nokkrum sinnum á það þegar við fórum á flugvélamyndina um Howard Huges eða hvað sem hann hét og ég endaði á því að telja ljóskastarana í loftinu, djöfull var það leiðinleg mynd...

Hafið það gott um helgina, aldrei að vita nema maður skelli sér á eitt, tvö rauðvínsglös svona í tilefni þess að prófin fara að taka enda:)

KNÚS frá litlunni

Engin ummæli: