fimmtudagur, maí 05, 2005

5.5. 2005

Í dag er 5.5.05 sem er einkar skemmtilegur dagur til að eignast börn, heppnir þeir sem eignast barn í dag. Börnin fá þá virkilega flotta kennitölu. Frænka mín er einmitt með eina flottustu kennitölu sem ég veit um: 101000-3030. Reyndar verð ég nú að viðurkenna að við vorum með smá sambönd Hagstofunni varðandi 4 síðustu...

En burt séð frá því þá missti ég mig í kaupum á sýnishornasölu hjá adidas í gær. Það sem ég uppskar með þeim kaupunum var: tvær originals peysur, rauð og blá, þrír æfingabolir, einar æfingabuxur, einn bleikur bolur, einn gulur bolur, bundinn fyrir aftan háls, útivistarjakki, taska, derhúfa, kvartbuxur og ekkert meira held ég, þetta er nú ekkert svo mikið þegar ég skrifa þetta niður...humm, hefði ég getað keypt meira, ójá léttilega, losaði mig við eina peysu og tvenna boli þegar ég var að fara að borga svona aðeins til að friða samviskuna. Annars ef ég tek saman heildarkostnað á þessu miðað við að ég hefði keypt þetta út úr búð þá erum við að tala um kannski 60.000-70.000 kall þannig að beisikklí var ég að græða feitt þar sem að ég borgaði mun mun mun minna fyrir þetta...svona kaup eru nú bara til að hressa mann við í prófalestrinum:)

Hafið það gott í dag, ég mun gera það hérna í SKÚTA, með Beck á fóninum.
Linda

Engin ummæli: