mánudagur, maí 23, 2005

Það sem á daga mína hefur drifið...

Eftir prófið á þriðjudaginn síðasta skelltum við okkur íslenskukjörsviðið í sumarbústað, það var stuð eins og sést:)


Fór í sund og borðaði pullu
Kenndi Eurovision tíma um morgun og seinnipart (sem betur fer á fimmtudeginum)
Fór í sund og borðaði ís og hádegistilboð á Devitos held ég
Drakk rauðvín og horfði í Euro ýkt spennt
Fékk mér ís og fór í sund
Vann á laugardaginn
Fékk mér freyðivín

Borðaði tvær pullur með tómatsósu
Fór út að hlaupa
Fékk mér ís
Fór á tónleika hjá Regínu sem var að útskrifast úr söngskólanum, til hamingju með það ljúfan
Fór í leikhús (menningardagurinn mikli í gær)
Fór í sund
Fékk mér hálfmána (mála) á Vegó og tók trylling vegna lélegrar þjónustu, krækti í frítt gos og 15% afslátt
Sef út alla daga (fyrir utan þegar ég fer að kenna sex og leggst svo upp í aftur)


Ljúfa líf ljúfa líf dududu...spurning hvort manni langi eitthvað yfir höfuð að fara að vinna almennilega í sumar!

Ef við drögum þetta saman þá er þetta mest megnis sofa, sund, ís, pulla...stundum pizza
Boltinn rúllar vel af stað og býð ég óþreyjufull eftir næsta leik og ég byrja ekki að vinna dagvinnuna fyrr en þann 6. júní, finn ég fyrir öfund, humm getur verið:)

Hafið það gott í sumar elskurnar
Lindsey

Engin ummæli: