miðvikudagur, maí 11, 2005

Svefngrímur og orkusöfnun...

Ég var beðin um að koma með örstutta lýsingu á æfingaleik HK og FRAM sem fram fór í gærkvöldi. Því miður sá ég ekki fyrrihálfleikinn en til að einfalda þetta má segja að FRAMARAR hafi verið með fullan rass af skít og skitið á sig! Menn hafa greinilega ekki munað eftir því að það á að skíta í hádeginu! (Torfan 2000).

Að sögn eins leikmanns FRAMliðsins hafa einstaka leikmenn verið í prófum og einkenndi því almenn þreyta og slappleiki einhverja. Menn mega náttúrulega ekki gleyma því að svefn og holl og góð næring er það sem skiptir máli í prófum og undirbúningi fyrir leik! Umræddur leikmaður hefur því tekið ákvörðun að leggja allt í sölurnar það sem eftir lifir vikunnar og safna kröftum fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins næstkomandi mánudag. Hann óskaði eftir svefngrímu til að ná enn betri hvíld og til að fyrirbyggja að utanaðkomandi áreiti trufli orkusöfnun hans. Hlutskipti mannanna eru því ansi mismunandi, á meðan sumir sitja sveittir í hljóðum lessal og stúdera orðhlutafræði eru aðrir sem liggja undir hlýrri sæng og safna orku fyrir fótboltaleiki:) Það er hins vegar ánægjulegt að menn eru að átta sig á því að það er alveg ógeðslega næs að fara upp í rúm milli ellefu og tólf á kvöldin.

Engin ummæli: