Maður veit bara vart hvað tímanum líður þegar þessi próf standa yfir...
...en það er víst komin helgi og HELGI er kominn til landsins með kort í myndavélina mína, takk fyrir það:) (hef alltaf svo gaman að þessum brandara)
Annars er ég nú ekki einu sinni byrjuð, fer í það fyrsta á mánudaginn og síðasta þann 17. maí, já það er hugsað fyrir okkur fólkinu sem þarf að frumlesa slatta! Annars væri ég nú alveg til í að klára þetta fyrir næstu helgi, það er einhvern veginn alveg sama hversu lítinn tíma maður fær á milli prófa, alltaf næst þetta nú einhvern veginn. Það er nú samt engu öðru að þakka nema þrusu spekingaspjöllum nóttina fyrir próf og afbragðsjógaæfingum Margrétar sem fá sjálfsagt að líta dagsins ljós núna um helgina.
Reyndar er Lára líka búin að fá mig í lið með sér í gott hádegisprógram. Hún skellti sér inn á Borgarvefsjá og mældi einhverja hlaupaleið hérna í kringum Kennó svæðið, þannig að núna smellum við okkur alltaf út í hádeginu og skokkum aðeins. Síðan er bara tekinn pokaþvottur á þetta og haldið áfram:) Hrikalega hressandi trúið mér. Manneskjur eins og ég geta ekki setið á rassinum allan daginn. Gott sem Ingibjörg sagði: Maður á náttúrulega alltaf að læra í 5 mínútur og standa svo upp í klukkutíma...humm
Annars er komið eitthvað nýtt trend í 10/11...þegar maður er að borga spyr afgreiðslufólkið: Fékkstu allt sem þig vantaði? Ég: uh já já...
Æj það er bara helvíti fínt að vera í þessum prófum...
Góða helgi,
Yours truly Lindsey Hunt
Engin ummæli:
Skrifa ummæli