Elsku litlu lömbin...
Eins og flestir sem mig þekkja vita þá slæ ég sjaldan hendinni á móti ljúffengum sviðkjamma með rófustöppu og meðlæti...
Í dag munaði minnstu að ég myndi gefa almennt sviðaát upp á bátinn en Ragna sagði mér tvær bráðskemmtilegar sögur af sviðaáti sínu en hún er einmitt forfallin sviðaæta eins og ég.
Sú fyrri hljómar svo:
Ragna hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hún smellti einum kjamma í pott, reyndar velti hún því fyrir sér að svið væru eitthvað sem maður ætti alltaf að eiga í ísskápnum. Þegar hún svo smellir stykkinu á diskinn og fer að skera sér hún að eitthvað grænt virðist leynast á kjammanum, hún setur bitann upp í sig og bragðast stykkið eins og úldin grasmygla. Ragna sker því aðeins meira af kjammanum og opnar hann þannig að vel sést í tennur og tungu (sem er besti parturinn) og viti menn haldiði að þar sé ekki bara fullur kjaftur af grasi, útataðar tennur í grasi og grasbiti á tungunni...grey skinnið hefur bara verið drepið í hádegismatnum!
Sú seinni fjallar um annars konar svið eða sviðasultu sem er ekki síðri kostur þegar kemur að þessum mat:
Ragna heldur á sviðasultunni með berum höndum og bítur bita, hún finnur hvernig hún þarf alveg að toga eitthvað stykki út... skyndilega er hún bara með ull í höndunum, þá hafði bara smá flækst með þegar var verið að sulla þessu saman.
Ragna sagði mér að hún væri komin í smá pásu frá sviðum, alls ekki hætt en í smá pásu!
Einhverja hluta vegna hafði þetta ekki nokkur áhrif á mig enda svið uppáhalds maturinn mitt og bragðlaukarnir mínir eins og í gamalmenni...
Annars er ég alveg ótrúlega ánægð með daginn í dag svona lærdómslega séð og ætla njóta þess að horfa á tvo áhugaverða þætti í kvöld. ANTM og svona til gamans má geta að ég hef haldið með Evu frá upphafi, reyndar misst af soldið mörgum þáttum en það bíttar ekki. Síðan er það Oprah sem er nú ekki alveg minn tebolli en ég bara verð nú að sjá þorramatinn sem verður boðið upp á!
Segir Lindsey Hólm sem hefur bara lúmskt gaman að orðhlutafræðinni:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli