mánudagur, maí 16, 2005

Áfram FRAMARAR...sjáiði piltinn sjáiði hvað hann gerir þetta vel!

Þessi orð munu líklegast hljóma seinna í dag. Í dag hefst nefnilega Landsbankadeildin, í dag er jafnframt síðasti dagurinn minn í bili í hljóða lessalnum Skúta. Ég er að fara í mitt síðasta próf á þessu misseri. Ég er ógeðslega stressuð, ekki fyrir prófinu heldur leiknum. Það fylgir ef maður er FRAMARI. Það sem er búið að leggja á okkur undanfarin sex ár. Það er ekki undarlegt að maður taki þetta inn á sig. Pabbi getur örugglega ekki sofið út og fer að svitna upp úr hádegi á meðan er ég með hnút í maganum og vona vona svo heitt og innilega að við vinnum ÍBV í kvöld. Það sem eftir lifir sumars munu heimilisaðstæður standa og falla með boltanum...

Hörs
Lilly

Engin ummæli: