fimmtudagur, maí 26, 2005

Bláar brillur...

Lindu litlu fannst hún vera farin að sjá ansi illa frá sér og var farin að vera í vandræðum með að þekkja andlit á fólki sem kom á móti henni. Einnig fannst henni flest skilti vera hálf blörruð. Í prófunum kenndi hún þreytunni um en þegar ekkert lagaðist ákvað hún að skella sér til Gylfa optikers og viti menn nærsýnin er gengið í garð, sem þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem pabbinn og systirin eru nærsýn.

Það var því smellt í bláar brillur og nú þurfið þið ekki að óttast mig í umferðinni, á að keyra með brillurnar öllum stundum, horfa á sjónvarpið, töfluna og fótboltaleiki. Ég er viss um að ég á eftir að sjá Desperate í nýju ljósi í kvöld:)

Sjáumst á leiknum á morgun...áfraaaaammmm FRAMARAR þið eruð miklu betri...

Yours Brilly

Engin ummæli: