Það verður að viðurkennast að mér hefur eiginlega bara alltaf gengið vel á prófum...
ég er svona prófatýpa, með límheila og drita niður allri minni visku sem virðist oft á tíðum falla vel í kramið hjá kennurum.
Í dag afsannaðist þetta, mér gekk hrikalega, hörmulega, skelfilega sem kennir manni það kannski að vera ekki alltaf svona öruggur með sig! Ég veit vel að ég hef ekki lært jafnt og þétt yfir veturinn en vá hvað ég er búin að læra mikið undanfarna daga og vá hvað ég vissi mikið í spekingaspjallinu í gærkvöldi en því miður kom bara einmitt eitthvað sem ég vissi ekkert um á prófinu. Þetta varð því ein heljarstór skáldsaga...
Spurning um að ferilrita hana?
-Lindsey out-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli