þriðjudagur, mars 21, 2006

Dagurinn fór vaxandi...

Eftir lítinn nætursvefn sökum lærdóms og verkefnayfirferðar hélt ég fyrirlestur um hvernig notkun orðanna hommi og lesbía hefur breyst gegnum tíðina. Fyrirlesturinn vakti mikla lukku og kátínu enda áhugavert umræðuefni og fyrirlesararnir tveir, me and Selma ekki af verri endanum...Þarmaþræll var að mínu mati skemmtilegasta orðið sem kom upp...

Það sem toppar síðan allt er að ég fékk stöðuna sem ég óskaði eftir...fer í fyrramálið og skrifa undir. Já elskurnar mínar, vinkona ykkar verður kennari næsta haust:)

Á morgun á AFO afmæli og ef mér bregst ekki bogalistin verður afmælisdagurinn ógleymanlegur að vanda.

Á fimmtudaginn höldum við síðan til Köben og dveljum í góðu yfirlæti á Radison SAS...við eigum það skilið!

Svona er nú lífið skrýtið börnin góð, þegar eitthvað leiðinlegt gerist og allt virðist vera að klikka gerast alltaf einhverjir góðir hlutir og eithvað nýtt og spennandi býðst manni, síðan kemur allt hitt þegar það á að gerast. Það er greinilegt að maður ræður alveg óskaplega litlu í þessu blessaða lífi:)

Linda litli kennarinn í L..........skóla

Engin ummæli: