mánudagur, mars 20, 2006

Skattaskrattinn...

Ég sagði við Andra í gær að hann þyrfti svo endilega að setjast með mér einhvern tímann yfir skattframtalið og ég gæti sýnt honum hvernig þetta virkaði...

Hann leit á mig hissa og spurði: "Af hverju?"

Greinlegt hver er bankastjórinn og endurskoðandinn á þessu heimili;)

Annars er þetta ekki svo mikið mál, bara pirrandi þegar eru dagpeningar, ökutækjastykur, ýmsir aðrir styrkir eins og bókakaupastyrkur, fræðslustyrkur, námskeiðastyrkur...

Þoli samt ekki þegar skatturinn hirðir peninga af þeim sem eru rosa duglegir að vinna mikið með skólanum en þá minnti faðir minn mig á það hverjir borga kennurum laun svo humm tja...

Ótrúlegt hvað er stutt síðan að ég var að vesenast í þessu öllu saman...eins og það hafi verið fyrir tveimur vikum.

Annars vorum við að fá eina af okkar frábæru hugmyndum...

Þar til síðar
ciao...

Engin ummæli: