miðvikudagur, mars 15, 2006

Hvaða tveimur manneskjum dettur í hug að elda sér þriggja rétta máltíð um miðjan dag á ósköp venjulegum miðvikudegi. Jú mér og Bjössa og ég át yfir mig! Auðvitað...við vorum samt að gera verkefni fyrir hátíðamatseldina, snilldarfag sem við erum í og nú í fjarnámi!

Við byrjuðum með humar í eplarjómasósu, í aðalrétt voru síðan lambalundir í applsínusósu (nammi namm) og í eftirrétt svona til að toppa þetta var súkkulaðimús með rjóma skreytt með kiwi og vínberjum...

Hvernig lýst ykkur á, ég get kannski eldað fyrir ykkur þegar ég kem til Köben...

Ég er hins vegar búin á því eftir þetta og var að vakna núna, það er gott að maður er með þriggja parta öndunina og sjávarhljóðin á hreinu eftir svona, bara upp á meltinguna skiljiði:)

And the matarblogg is back
Lu chef

Engin ummæli: