sunnudagur, mars 26, 2006

Eins og það var nú mikið búið að ræða það að sumartíminn myndi detta inn í nótt á slaginu 2...

...Þá mætti nú "parið" niður í morgunmat í morgun upp úr hálf ellefu og það var búið að loka. Enginn skildi neitt í neinu og hótelinu var bölvað í sand og ösku fyrir að segja að maturinn væri til ellefu um helgar!

Fattaðist ekki fyrr en um tvöleytið að við höfðum alveg fallið á eigin bragði..
vorum nefnilega búin að tala svo mikið um hvað þetta gæti orsakað mikinn misskilning.

Annars er enn alveg frábært hjá okkur og Köbengengið var að koma úr bíó og indverskum dinner.

Við erum að spá í að klára önnina bara í fjarnámi hérna úti:)

Engin ummæli: