föstudagur, mars 17, 2006

Vá hvað eru pirrandi svona dagar þar sem maður er alltaf á síðustu stundu og alltaf aðeins of seinn...

Ég var of sein í jóga vegna þess að (orsakatenging) ég var of sein að fara í bankann og tafðist í bankanum því (orsakatenging) það var svo ótrúlega mikið að gera og það er svo ótrúlega flókið að vera í Gullvild sjáiði til;) Síðan var ég of sein í myndatöku af því að ég var aðeins lengur í jóganu...og í þokkamót (ákvað að hafa þetta svona því ég skrifaði þetta fyrst svona) varð síminn minn batteríslaus á meðan á öllu þessu stóð sem er ekki gott...því þá er ekki hægt að láta neinn vita að maður sé seinn!

Ég náði samt alveg að afreka eitthvað í dag, ég og Selmulíus skipulögðum einn fyrirlestur og núna er ég á fullu að klára verkefni fyrir Íslenskuskólann, ég er meira að segja búin að koma Megasi inn í eitt verkefni, bjó til svona eyðufyllingu sem heitir Morgunsöngurinn og hann er enginn annar er Nú er ég klæddur með meistaranum sjálfum. Krakkar úti í heimi verða örugglega ánægðir með það, um að gera fyrir þau að kynnast Megasi sem fyrst og ég lét fylgja með mynd af kappanum:)

Síðan er ég með skattaskýrslurnar opnar en er ekki alveg nógu dugleg að vinna í þeim. Að vísu ekki flókið fyrir fólk sem á ekkert að fylla þetta út en það eru samt svona verktakalaun, styrkir og annað dótarí sem þarf að setja inn og auðvitað Prince Polo sem er samt sjálfkrafa inni. Ég sótti því um frest og hvað er málið með það að ég fæ frest til 29. mars en Andri til 31. mars...við komum nefnilega heim þann 28. og ég nenni ekki að þurf að demba mér í þetta þá. Þetta er samt svoooo lítið mál, ég bara nenni þessu ekki...

Hafið það gott um helgina...mín verður quite busy til tilbreytingar en maður þarf víst að læra soldið til að útskrifast og vinna aðeins til að eignast penginga. Þannig er nú það.

Ég ætla líka að horfa á Idol en ég er mjög fúl að Ingó sé ekki lengur inni, hann var minn uppáhalds.

Ég held ég fari í eitthvað geim á laugardaginn hvar veit ég ekki og á sunnudaginn er stefnan sett á meiri lærdóm og jafnvel einhverjar heimsóknir.

Ég mun þó byrja þetta allt saman á því að fara á vorfagnað hjá FRAM
Fagna komu vorsins því vorboðinn boðar alltaf eitthvað gott:)

Ciao a tutti!
Lindsey

Engin ummæli: