miðvikudagur, mars 22, 2006

Ástarbollan mín hann Andri Fannar á afmæli í dag...

Hann er 24 ára. Töttögu og fjögurra...Vá!

Ég óska honum auðvitað innilega til hamingju með daginn og dagurinn verður að sjálfsögðu skemmtilegur:) Hann hófst með gjafaflóði eða að vísu hófst hann rétt fyrir sex í morgun þegar ónefndur vinur okkar ákvað að vera fyrstur til að senda afmæliskveðju, hann var frekar óheppinn því afmælisbarnið var með símann stilltan þannig að hann heldur áfram að pípa þar til einhver kíkir á skilaboðin. Þeir sem þekkja Andra vita að hann vaknar ekki við síma. Þess vegna þurfti moi að klifra niður stigann og kíkja á þetta. Hann þakkar innilega góðar kveðjur, ég hins vegar mun slökkva hér eftir á símanum hans um nætur...:)

Annars vinur minn á líka afmæli í dag.. Til hamingju Siggi Hrannar:)

Farin í bili
Lil

Engin ummæli: