Góðan daginn og gleðilegan Öskudag!!
Heví fyndið hérna í morgun þá var einn bekkur búin að ákveða að allir ættu að koma í búning í skóla og það mætti bara ein kona í búning......grey hún var alveg eins og fífl, með silfurkórónu og með bláan augnskugga....hahaha ég hélt að það væri verið að gæsa hana!!
En ég verð nú að lýsa afrekum dagsins. Ég náði loksins að klára leiðarbók sem ég er búin að reyna að byrja á í tvær vikur...og geri aðrir betur. Mar er nú orðin ansi þreyttur á þessum leiðarbókum. Lindan er samt á réttum stað núna, búin með tvær af tveimur og nú veit ég að einhverjar af Elítunum eiga eftir að öfunda mig.....ekki þú reyndar EDDA, því ég veit að þú ert löngu búin með þetta!!
Var líka í leikrænni tjáningu áðan og hvað er málið með að ég þurfi alltaf að vera með einhvern einleik, fyrst einhver Gunna í svaka pælingum og svo einhver póstur sem er bara einn að þvæla. Reyndar hef ég nú lúmskt gaman að þessu eins og Andri segir, hann hefur ekki áhyggjur af mér í þessu en hann sjálfur myndi sjálfsagt skíta á sig ef hann þyrfti að gera þetta!!! Hann er alltaf trylltur núna að læra fyrir próf, er í einhvers konar vorprófum í febrúar.......
Um helgina er ég og Mag að fara að kynna eitthvað svaka gott freyðivín í Fífunni þannig að þeir sem vilja koma og hella smá í sig, endilega kíkja. Eins og flestir vita þá hatar Linda ekki freyðivín og verður örugglega sjálf aðeins að sulla í flöskunni hohohohoho.
jæja mamman mín er að koma að sækja mig.....ég er enn úti í skóla klukkan 17:45....gerir það einhver....veit ekki
Heyrumst ble ble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli