þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég og marghuga tókum trylling í hádeginu og kláruðum verkefnið í námskrárfræði og námsmat....ekkert smá klárar!! magga málfræðingur var tryllt að leiðrétta villur og finna samheitaorð.....samt var svo vond lykt af henni að ég þurfti að halda um nefið....það var samt miklu skárra í stærðfræði en þá var hún líka búin að sprauta á sig ilmvatni....sorry marghuga mín ekkert illa beint!!!hehe En nú er að hefjast brainstorming fyrir vettvangsnámið...ég, boggins og krunkan ætlum að drita niður skemmtilegum og frumlegum hugmyndum!!! jei.....á eftir er svo bara að drífa sig í adidas og taka upp vörur og stilla upp gínum.....gaman gaman nýjar vörur...ætla samt að reyna að kaupa mér ekkert.....jeuh líklegt.....í kvöld er svo kaffihús með Frampíunum aðeins svona að peppa upp stemninguna fyrir vorið!!! Þær gleðifregnir voru líka að berast að Rikki Daða er kominn heim í herbúðir Framara, velkominn heim Rikki.....og ég vona að mamma þín mæti á leiki líka og gargi sig hása með okkur genginu. Hún var náttúrulega alltaf bara ein að kalla í gamle dage.....nú eru sko komin ný hróp og köll: Framarar hey hey Framarar hey hey!!! Áfram FRAMARAR þið eruð miklu betri!!! jæja tími til að skella sér heim á leið og sníkja far hjá Krunku.....alltaf að sníkja far núna :(

Engin ummæli: