fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Í dag langar mig að ræða um Doktorinn og símamál hans.........í fyrsta lagi hefur Andri oft átt síma og þá er alltaf sama sagan, síminn er annað hvort batterílaus, hann gleymdi honum heima hjá einhverjum eða að hann er tímabundið týndur........þess vegna skil ég ekki alveg hvað væri gott við það að Andri fengi síma.....það yrði alltaf sama sagan. Reyndar er alveg hægt að gera eina tilraun í viðbót og þá er bara fjáröflun sem dugar því enginn peningur er til fyrir síma. Nú er bara spurning hversu nauðsynlegt vinum hans finnst að ná í hann.....bendi samt á að það er alltaf velkomið að hringja í mig en þá er ég orðin svona milliliður, svara samt alltaf símtölum ef ég er við og kem skilaboðum til skila. Svara samt Hjallanum alltaf þó ég geti það ekki einu sinni!!!!! Vonandi fer samt síminn hans Lottós að detta inn en Lotto er staddur út á landi eins og er og er málið því í biðstöðu.
Jæja er samt stödd á kynningu á námsefni um Leif heppna, hrikalega skemmtilegt, á eftir ætlar Ruth að hjálpa mér að þrífa herbergið og baðið.....heppin þar!!
Er svo að fara að vinna í adidas í kvöld.....allir að koma í heimsókn!!!
Í kvöld ætla ég að vera í algjöru tjilli og sofa fram á hádegi á morgun því ég á ekki að mæta í tíma fyrr en þá, ég er sem sagt bara lukkunnar pamfíll sem eyddi þriggja tíma gati í að lesa yfir stærðfræðivefinn okkar úff...jæja Leifur að byrja aftur.......hvernig er kveikjan á Leifi.....later

Engin ummæli: