mánudagur, nóvember 29, 2004

Frábær ferð til Flórens (stuðlað)

Ég get ekki haft þetta langt núna þar sem ég er að lognast út af sökum þreytu, klukkan að ganga þrjú. Er samt með kveikt á kertum í tilefni fyrsta í aðventu, er að horfa á piparkökurnar úr IKEA og ætla gæða mér á nokkrum, einnig er ég að hlusta á pottþétt jól útlenska diskinn og var að enda við að ljúka sunnudagssímtalinu við Andra, hvað gæti verið betra?

Jú ég var að koma úr snilldarferð til Flórens nánar tiltekið úr Casa de sprelló (ég sleppti hinu nafninu stelpur mínar þar sem ég er komin með hlutverk í leiknum). Til að gera langa sögu stutta er eftirfarandi það sem ég viðhafðist þessa helgi:

Kláraði að kaupa allar jólagjafirnar á einu bretti. Að sjálfsögðu með mikilli aðstoð Hrabbs enda ég með valkvíða á hæsta stigi og þurfti hennar aðstoð við

Keypti 40 jólakort sem ég ætla að skrifa á Stansted meðan ég býð í 8 tíma eftir að komast heim

Borðaði bestu pizzu sem ég hef fengið með alltof miklum hvítlauk (enda allir í casa de sprelló með kvebba

Svaf á svefnsófa í miðju reykskýi

Tók hraðgöngu með Hröbbu um alla Flórens til að meika jólagjafainnkaupin á réttum tíma

Eyddi metmiklum pening á mettíma

Gerði góð prúttkaup við Bóbó

Horfði á satc í billjónasta skipti

Sjoppaði meira

Borðaði beyglu og braut gosbindindið með því að fá mér eina diet með

Fékk mér marga café latte til að halda mér við innkaupinn

Vaknaði við að lúðrasveit var að spila fyrir utan gluggann og vaknaði líka við að le shef var mætt í eldhúsið kl 9 á laugardagsmorgni

meiri hraðganga

chili con carne eða eitthvað svoleiðis sem kom meltingu á aðeins meira skrið en venjulega og er ekki ráðlagt fyrir langar lestarferðir

Lenti á séns í lestinni með gaur með dredda sem byrjaði á small talk ca 20 mín áður en á áfangastað var komið. Pínlegt það, bauð mér svo í breakfast í fyrramálið, ég þakkaði pent og sagðist þurfa að læra enda brjálað að gera hjá mér í skólanum hérna úti!

Kom heim og sýndi gjafir öllum til mikillar gleði, en stelpurnar skildu samt ekkert í því að ég væri að kaupa gjöf fyrir ömmu hans Andra og mömmu hans og pabba og frændur hans og gjöf frá ömmu til Andra og meira og meira og meira. Ég útskýrði fyrir þeim að ég hugsaði að sjálfsögðu um alla stórfjölskylduna. Það þýðir nú ekkert að fara í burtu í 4 mán og koma heim án gjafa, nei það er ekki minn stíll.

Núna er ég hins vegar að sálast úr hungri og myndi helst vilja fá mér special K með mjólk en ég á bara mjólk, þá datt mér í hug gnocci en þá á ég bara sósu og hvítlauk, þá hugsaði ég ummm flatkökur í frystinum, en nei þá á ég ekki ost. Hvað er að gerast með húsmóðurina, á ekkert sem passar saman, þoli ekki þegar ekkert passar saman.

Takk fyrir mig elsku Casa de sprelló hlakka til að hitta ykkur um jólin.

Ég býð því góða nótt í skjóli nætur.

Linda

Engin ummæli: