Ágústa Rut þriggja mánaða brosmild stúlkukind!
Á undanförnum þremur mánuðum hefur Ágústa Rut dafnað ótrúlega vel, drekkur og þyngist eins og herforingi, kúkar, pissar og prumpar eins og hún fái borgað fyrir það, svo ég tali nú ekki um að ropið. Einnig er hún farin að brosa eftir pöntun, hjala og skríkja og fyrir stuttu skellti hún upp úr og hló að mömmu sinni;) Hún hefur líka velt sér 4 sinnum af maganum og yfir á bakið enda í stöðugum æfingabúðum hjá móður sinni. Fyrir utan þetta allt hefur hún eignast hátt í 20 skópör, fullt fullt af kjólum og endalaust mikið af fötum. Eins og áður hefur komið fram er móðirin í vandræðum með að skipuleggja þetta allt saman!
Hún sefur líka voða vel á nóttinni og hefur frá 2 mánaða aldri verið að sofna á milli ellefu og tólf á kvöldin og sofið til fimm eða sex, drekkur og sefur svo til átta eða níu og ef hún fær aftur að drekka þá og knúsast í mömmu sinni getur hún alveg sofið lengur og einn morgunin skriðum við fram úr um hálf tólf leytið. Það er samt ekkert mjög gáfulegt þannig að núna reynum við að fara á fætur ekki seinna en tíu.
Við foreldrarnir erum auðvitað ekki söm eftir að litli sólargeislinn fæddist og hrópum upp við minnsta prump, núna í sundinu kallaði móðirin alveg yfir alla sundlaugina á kennarann: Hey sástu hvað hún var dugleg! Já maður er ekkert æstur yfir þessu neinei;)
Á laugardaginn ætlum við að gera okkur ansi glaðan dag og byrja á því að fara í afmæli til Bjarna en við gerum ráð fyrir að taka dömuna með í það. Síðan um kvöldið ætlum við út að borða og í afmæli til INGS. Amma Ágústa ætlar að vera svo almennileg að passa enda kominn tími til að við lyftum okkur aðeins upp.
Á morgun er síðan fyrsta bólusetningin og skoðun. Spurning hversu nálægt minni hæð hún er komin! Ég spái 5700 gr. og 60 cm!
Þetta er svona einna helst úr Hvarfinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli