miðvikudagur, júní 13, 2007

Kaffihúsagagnrýnin...

Í dag þræddum við fjölskyldan miðbæinn enda rjómablíða. Við ákváðum að koma úr hvarfinu um hádegi og hufum ekki aftur fyrr en að ganga sjö.

Þegar kerra er í för verður maður var við allskyns hindranir, til að mynda endalaust af þrepum inn í allar búðir og litlum tröppum en það bjargast auðveldlega þegar við erum tvö...

Síðan sest maður niður á hinum ýmsu kaffihúsum enda þarf mjólkandi kona að nærast vel og mikið. Fyrst settumst við niður á Moulan Rouge á Skólavörðustígnum, ég og eigandinn erum orðnir mestu mátar enda slær hann yfirleitt 10-15% af verðinu þegar ég borga. Þarna er hægt að fá dýrindis bakkelsi og ég mæli með Crousanti sem er smurt á staðnum og löngum súkkulaðimarineruðum klump. Að sögn Andra bragðast kaffið þarna einnig mjög vel. Helstu gallar: Oft "floater" í klósettinu, ekkert skiptiborð og ekki alveg nógu þægilegir stólar. Mættu vera fjölbreyttari tímarit. Þetta kaffihús fær hins vegar heila 9 í einkunn.

Því næst fórum við í Eymundson í Austurstræti. Þegar veðrið leikur við mann er hægt að sitja úti og það er stór stór plús, einnig er skiptiborð inni á baðinu og á góðum degi er lyftan kannski í lagi (ekki í dag reyndar). Þarna er kaffið víst líka mjög gott en annað bakkelsi fær falleinkunn, ekki bara vegna þess að maður er rændur á staðnum heldur er það líka mjög svo óspennandi. Tímaritin flæða hins vegar um og stólarnir eru nokkuð þægilegir. Gef þeim 8,5 í einkunn bara út af bakkelsinu því það er jú það sem ég horfi aðallega á;)

Við keyptum tvær útskrifargjafir enda önnur veisluhelgi um næstu helgi. Ég keypti mér auðvitað ekki eitt stykki enda er þetta sumarið sem ekkert verður keypt eftir að okkur blöskraði alveg ískyggilega allt draslið sem við vorum búin að sanka að okkur á Kambó...Ágústa Rut fær samt alltaf eitthvað enda er hún prinsessan;)

har det brav....

Engin ummæli: