mánudagur, júní 18, 2007

Stundum væri rosa gott ef einhver gæti talað fyrir lítil börn sem kunna ekki að tala...

Eins og t.d. fyrir Ágústu Rut þegar hún vill ekki lúlla í vagninum og heldur ekki vaka og er bara pirruð út í allt og alla. Ég vil meina að þetta séu tönnslur, pabbinn vill meina að þetta séu AD droparnir eða af því að hún er ekki búin að kúka í 3 daga...

núna hins vegar er hún sofnuð inni í vagninum því sökum mikilla framkvæmda hér fyrir utan er erfitt að hafa vagninn úti því hún virðist hrökkva upp við hvern einasta dynk.

Hún er hins vegar farin að sofa fyrr á kvöldin enda dregur mamma hennar hana á lappir á morgnana því eins og ýmsir vita þá fæddist hún unglingur og vill sofa út!

Farin að láta hnykkja mig til..

Engin ummæli: