mánudagur, júní 04, 2007

Nú gerði ég aldeilis góð kaup sem endranær...

Um daginn fannst mér alveg grátlegt að ekki væri hægt að versla Carter´s föt á netinu en síðan sagði Harpa snillingur mér frá því að Nettó væri stundum með samfellur frá þeim og mér finnst það langbestu stuttermasamfellurnar sem ÁRA á því þær eru með svo góðu hálsmáli...

og viti menn þeir áttu tvo mismunandi pakka með 5 í hvorum eftir fyrir mig á 3-6 mánaða. Einmitt sem mig vantaði og tveir pakkar kostuðu einungis tæpar 2.400 kr. Ég sá á pakkanum að hann hefði kostað 22 dollara þannig að þeir leggja lítið sem ekkert á þetta, eiginlega gefa bara með;)

Þetta voru kaup dagsins í boði Harps!

Engin ummæli: