Eina ferðina enn...
Við skelltum okkur í sund áðan, ákváðum að prófa Salalaugina þar sem við búum nú í Kópavoginum. Laugin reyndist nú heldur betur vel og Ágústa Rut var að fíla innilaugina þar sem hún tók nokkrar dýfur og söng hjólin á strætó...eina sem setti skugga á ferðina var konan í afgreiðslunni, hún spurði hvort við værum eldri en 18 ára! Og þeir sem þekkja mig vita að það fer mjöööööööög mikið í taugarnar á mér. Ég sem hélt að maður myndi eldast við það að eignast baby...
Greinilega ekki:(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli