Þegar ég komst að því að ég yrði í fæðingarorlofi í sumar frétti ég að það ætti að vera alveg geggjað veður allt heila sumarið...
Hvað varð eiginlega um það? Viljiði plís hætta þessu ógeðisveðri núna á stundinni!
Annars er það helst í fréttum að ég gafst upp á hárinu á mér. Þegar ég komst að því að ég var með hárbrúska inni í rassaborunni ákvað ég að þetta hárlos gengi ekki lengur og er búin að láta klippa mig stutt, stutt á minn mælikvarða eða rétt um axlir og þvílíkur léttir. Nú get ég safnað stuttum hárbrúskum út um allt;)
Guði sé lof að ég er með frekar þykkt hár annars væri ég orðin sköllótt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli