Þessi litla dudda er ekki öll sem hún sýnist, þó hún sé yfirleitt algjört sparibarn eins og guðmóðirin vill orða það þá er hún líka ansi lævís...
Í kvöld sofnaði hún um tíuleytið, öllum til mikillar gleði, rúmlega ellefu var henni laumað á brjóst og í framhaldi af því átti að lauma henni í rúmið en hún tók það nú ekki í mál, kvartaði soldið og lét stjana við sig, taka sig upp og leggja niður en ekki ætlaði hún að sofna þó hún væri alveg skítþreytt. Að lokum fór móðirin að hugsa að kannski væri hún eitthvað slöpp eftir bólusetninguna og ákvað að leyfa henni að koma fram og viti menn þá var allt í lagi með hana og um leið og hún var lögð svona í sófann tjillaði hún bara og brosti þangað til hún lognaðist út af. Þau eru ekkert vitlaus þessi litlu grey...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli