Nú er ég að detta inn í sjónvarpsdagskrána...
...og af hverju sagði mér enginn að Grey´s væru sýndir á morgnana! Í morgun til að mynda vöknuðum við mæðgur upp úr hálf átta enda sofnaði hún um níu í gærkvöldi og svaf til að verða fimm, drakk og vaknaði svo um hálf átta *mont-mont* að svefnprógrammið mitt sé byrjað að virka;)
Allaveganna við byrjuðum á stubbunum, síðan var það Oprah, næst er morgunleikfimin og ég er svona enn að gera upp við mig hvort ég taki þátt í því, svo Grey´s og síðan dettur maður í hádegisfréttirnar. Nokkuð þétt og gott prógram svona fram að hádegi;)
Annars allt það besta héðan úr hvarfi og AFO á tvær vaktir eftir af þessari törn þá verður gaman og við ætlum að skella okkur í bústað með grunnurunum núna um helgina!
Ha det...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli