Veisluhelgin...
Við AFO vorum búin að ákveða að gera okkur aldeilis glaðan dag og sletta ærlega úr klaufunum þessa helgina, það tókst bara nokkuð vel.
Við byrjuðum á 27 ára veislu Bjarna og gæddum okkur á dýrindis kræsingum, ÁRA var að vísu ekki upp á sitt besta enda þreytt og hafði vaknað fyrir átta þennan morguninn, ekki beint hennar stíll. Úr þessari veislu héldum við í útskriftarboð hjá Loga og borðuðum enn meira. Þar var ÁRA örlítið hressari enda náði hún að blunda á leiðinni milli boða. Síðan kom að stóru stundinni, við skelltum okkur á Ítalíu og í afmæli til INGS PINGS. Á Ítalíu voru sniglar í forrétt og síðan eitthvað rosa sterkt fyrir bóndann og auðvitað hálfmáni fyrir frúna, plús rauðvínsglas eftir langan aðskilnað en það bragðaðist enn mjög vel. Amman, afinn og Svava sem sátu vaktina pössuðu sig á því að senda reglulega skilaboð um að allt væri í góðu. Núna er litla snúllan nefnilega komin með soldið mikið vit að okkar mati og veit sko alveg hverjir eru foreldrarnir. Allaveganna til að gera lengri sögu styttri þá endaði þetta með stuttu afmælisboði en við vorum þá búin að vera frá í 3 tíma. Prinsessan á bauninni vildi þá fá foreldra sína heim þrátt fyrir að hún fengi nóg af mömmumjólk frá ömmu sinni, að lokum var brugðið á það ráð að láta hana þefa af peysunni minni og þá snarþagnaði barnið! Magnað alveg hreint...
Það var hins vegar mjög gott að fara svona út að borða í rólegheitunum. ÁRA var síðan alveg uppgefin eftir þennan stóra dag og svaf til hádegis í dag sem og við foreldrarnir! Segið svo að maður geti ekki sofið út með ungbarn!
Eitt video af Ágústu Rut að horfa á fótboltaleik en hún veit ekkert ennþá að pabbi hennar var einu sinni fótboltastjarna...ég á alveg eftir að segja henni sólarsöguna af því!
http://video.google.com/videoplay?docid=-5657088805503956661
Engin ummæli:
Skrifa ummæli