Síða fyrir Ágústu Rut...
Eftir miklar vangaveltur og pælingar ákváðum við að stofna síðu fyrir Ágústu Rut. Bæði vegna þess að við eigum mikið af vinum og ættingjum í útlöndum sem langar örugglega að fylgast með og svo er þetta ágætis leið til að halda utan um myndir og viðburði;) Andri lagði blessun sína á þetta og ég sá um að flokka og raða inn . Síðan má vel vera að einhverju verði dritað niður í dagbók. Þetta er allt saman í vinnslu.
Slóðin er: www.123.is/agustarut en síðan er hins vegar læst en þið hikið ekki við að biðja um lykilorðið.
Og það er skylda að skrifa í gestabókina því það er svo gaman að eiga það seinna meir og geta jafnvel sýnt Ágústu Rut!
Nú hlýtur einhverjum að hlýna um hjartarætur...verði ykkur að góðu!
p.s það er líka algjör óþarfi að þessi síða sem innihélt svo rosalega uppbyggilega pistla sé að breytast í barnasíðu;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli