föstudagur, október 05, 2007

Alþjóðadagur kennara í dag!

Spurning um að Ríkisstjórnin ætti að gefa því smá gaum og um leið skoða hvað þeir ætli að gera í því að ég fái 161.000 kr. útborgað fyrir 100% vinnu!

Í augnablikinu vantar 49 starfsmenn í skólana þannig að skólastjórar telji sig vera með fullmannað.

Með þessu áframhaldi er skólastarf á Íslandi á hraðri niðurleið.

Og ég minni kennaravini mína á að þeir geta fengið álagsgreiðslur sbr. gr. 1.3.2 fyrir m.a:

  • skerta stoðþjónustu, eða ef hún fór seint af stað eða er ekki fyrir hendi
  • kennarar eru að kenna í mörgum árgöngum/bekkjum margar námsgreinar
  • ef tveir eða fleiri kennarar eru sameiginlega með umsjón árgangs = aukið samstarf
  • erfiða bekki/nemendur ef þeir eru í samstarfi við leiðbeinendur
  • ef þeir eru í samstarfi við kennara sem fer t.d. alltaf á hádegi, vegna þess að hann er að fara í hina vinnuna sína og réð sig upp á að þurfa ekki að sinna annarri viðveru.
  • ef kennarar vinna mikla yfirvinnu sem þeir tóku að sér til að redda málum

Þessar upplýsingar eru fengnar frá formanni Kennarafélags Reykjavíkur.

Vona að þið eigið góðar stundir um helgina

Engin ummæli: